Skap­andi skrif og hlað­varps­gerð á Patreks­firði

Laugardaginn 30. október verða haldin tvö gjaldfrjáls örnámskeið í Patreksskóla fyrir fullorðna.

Í námskeiðinu um Útvarps- og hlaðvarpsgerð verður farið yfir undirstöðuatriði í útvarps- og hlaðvarpsgerð.

Rætt verður um hugmyndavinnu, samsetningu og útgáfu. Hugað verður að framsetningu og ætlun. Hópurinn mun hanna útvarpsþátt í sameiningu sem byggir á handriti og viðtölum.

Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í handritaskrifum og viðtalstækni fyrir þessa miðla ásamt klippingu og samsetningu í hljóðvinnsluforritum. Og að lokum verður hugað að þeim útgáfukosti sem í boði er á Íslandi, sem og úti í heimi, fyrir hljóðefni.

Umsjón með námskeiðinu hefur Tómas Ævar Ólafsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1.

Í námskeiðinu um Skapandi skrif verða lesnir, ræddir og greindir stuttir skáldaðir textar eftir þekkta rithöfunda sem þátttakendur munu skrifast á við í námskeiðinu (og deila með hópnum ef þeim lýst svo á), hugað verður að vinnuaðferðum til að vinna hugmyndir og kveikjur áfram, farið verður yfir helstu atriði ritstjórnar, yfirlestrar og mikilvægi ritvina og samfélags, og að lokum útgáfumöguleika á Íslandi og hvernig skuli bera sig að við bókaforlög.

Umsjón með námskeiðinu hefur Fríða Ísberg, rithöfundur.

Námskeiðin fengu styrk frá Menningarráði Vesturbyggðar og hægt er að skrá sig á námskeiðin á fridakeisari@gmail.com og tomasolafsson89@gmail.com

DEILA