Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs boðar til kynningafunda

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs mun kynna starfið á næstu dögum og verða kynningarfundir haldnir víðsvegar um landið á næstu vikum.

Markmið með starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er að slíkt starf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað öruggt íþrótta- eða æskulýðsstarf. Þau geti leitað sér aðstoðar eða réttar sína án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Með atvikum og misgerðum er átt við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik.

Í október og nóvember næstkomandi mun samskiptaráðgjafi ferðast um landið og kynna starfsemina fyrir íþrótta- og æskulýðsfélögum.

Fundur fyrir Vestfirði verður á Ísafirði  miðvikudaginn 3. nóvember kl. 18:00 í Stjórnsýsluhúsinu.