Rafræn eigendaskipti ökutækja

Lengi hefur verið stefnt að því að gera stórnotendum kleift að skrá eigendaskipti ökutækja með rafrænum hætti.

Loks hefur þessum langþráða áfanga verið náð. Nú geta stórnotendur (t.d. bílasölur, fjármögnunarfyrirtæki og bílaleigur) beintengst Samgöngustofu í gegnum vefþjónustu og skráð eigendaskiptin með auðveldum hætti og kaupendur og seljendur samþykkja svo söluna einnig með rafrænum hætti.

Rafræn eigendaskipti stórnotenda munu skila sér í miklum tímasparnaði og hagræðingu fyrir þessa viðskiptavini og okkur um leið. Reikna má með að hlutfall rafrænna eigendaskipta muni í kjölfarið fara úr rúmum 30% í 60% þegar allir stórnotendur eru farnir að nota vefþjónustuna.

Þetta er enn eitt skrefið í stafrænni vegferð Samgöngustofu og skilar sér í stórbættri þjónustu okkar við fyrirtæki sem stunda ökutækjaviðskipti.

DEILA