Nýtt skip fyrir Hafrannsóknarstofnun

Á föstudag voru opnuð hjá Ríkiskaupum tilboð í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun.

Þrjú tilboð komu í smíði skipsins og komu þau öll frá spænskum skipasmíðastöðvum.

Á næstu vikum verður farið yfir tilboðin, þau metin og í framhaldi þess hefjast viðræður við þá sem buðu í verkið.

Hafrannsóknastofnun á og rekur tvö sérútbúin rannsóknaskip, Árna Friðriksson HF 200 og Bjarna Sæmundsson HF 30. 

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun í desember sama ár og Árni Friðriksson var smíðað í Asmar skipasmíðistöðinni í Chile og afhent Hafrannsóknastofnun árið 2000. 

DEILA