Klettháls: vetrarþjónusta fyrir 38 m.kr.

Tilboð hafa verið opnuð í vetrarþjónustu á Kletthálsi til næstu þriggja ára.

Þrjú tilboð bárust og voru þau öll hærri en áætlaður verktakakostnaður 33,7 m.kr.

Áratog ehf., Patreksfirði bauð 38,3 m.kr.; Leifur Zakarias Samúelsson, Reykhólahreppi bauð 46,9 m.kr. og Fremri Gufudalur s.f., Fremri Gufudal bauð 54,4 m.kr.

Samningur sem gerður verður í framhaldi af útboði þessu gildir í þrjú ár frá töku tilboðs með heimild til framlengingar til tveggja ára eitt ár í senn. 

Helstu magntölur eru:

  • Færðargreining 8.100 km
  • Mokstur með dráttarvél 600 tímar
  • Álag vegna notkunar á snjóblásara 180 tímar

Verklok eru í apríl 2024.

DEILA