Karfan: Vestri vann Þór í gærkvöldi

Karlalið Vestra í Subway deildinni í körfuknattleik, sem er efsta deildin, vann góðan sigur á Þór frá Akureyri 88:77. Var þetta fyrsti sigur Vestra í deildinni. Áður lék KFÍ í efstu deild fram til 2014.

Bestur hjá Vestra var Ken-Jah Bosley með 28 stig og 4 stoðsendingar en næstir voru Julio De Assis með 19 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar og Hilmir Hallgrímsson með 15 stig og 9 fráköst.

Vestri: Ken-Jah Bosley 28, Julio Calver De Assis Afonso 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 15/9 fráköst, Marko Jurica 14/6 fráköst, Nemanja Knezevic 7/14 fráköst, Hugi Hallgrimsson 3, Rubiera Rapaso Alejandro 2/7 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 0, Blessed Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Friðrik Heiðar Vignisson 0, James Parilla 0.

Næsti leikur Vestra verður gegn Val þann 28. okt.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!