Kaldrananeshreppur: samþykkir frístundabyggð í Bjarnarfirði

Frá sumarhúsabyggðinni í Hvammi í Bjarnarfirði.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur samþykkt aðalskipulagstillögu og deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð og ferðaþjónustu á jörðinni Hvammur í Bjarnarfirði. tillagan send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Breytingin á aðalskipulagi varðar breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð og ferðaþjónustu á svæði sem er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir fimm frístundalóðum, einni stórri lóð fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.

Vegagerðin gerir ekki athugasemd við tillögurnar og Minjastofnun sendi ekki inn umsögn þar sem fornleifaskráning liggur nú þegar fyrir.

Vilja varðveita kyrrðina

Athugasemdir bárust frá landeigendum Bakka en sú jörð á landamerki að Hvammi. Í athugasemdunum kemur fram að um sé að ræða umtalsverðar breytingar á sveitinni þar sem fjöldi húsa í firðinum muni tvöfaldast. Landeigendur Bakka telja mikilvægt að hugsa um afleiðingar slíkra þorpsmyndunar í kyrrlátri sveit, m.a. með óafturkræfni. Gerð er athugasemd við það að samkvæmt tillögunni er gert fyrir lóð nálægt landamerkjum Bakka og muni bygging á þeirri lóð snúa beint að stofuglugganum á íbúðarhúsi Bakka. Landeigendur Bakka fara því fram á að þessi tiltekna lóð verði færð á vesturhluta skipulagssvæðisins þar sem þegar hafa risið byggingar eða hún fjarlægð úr tillögunni.

Sveitarstjórnin bendir á að nú þegar eru í gildi tvö deiliskipulög fyrir frístundabyggð í Bjarnarfirði með samtals 12 óuppbyggðum lóðum. „Því má færa rök fyrir því  að stefna sveitarfélagsins sé að auka byggð á svæðinu og er  uppbygging í tengslum við ferðaþjónustu og frístundabyggð í landi Hvamms í þeirri stefnu“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Stefna sveitarfélagsins að auka byggð á svæðinu

Sveitarstjórnin tekur ekki tekið undir þá athugasemd frá landeigendum Bakka varðandi byggingu á byggingarreit B sem muni snúa beint að stofuglugganum á íbúðarhúsi Bakka og valda þannig ónæði. „Umræddur byggingarreitur er í um 180 metra fjarlægð frá íbúðarhúsinu á Bakka og er íbúðarhúsið á Bakka staðsett nokkuð ofar í landinu en fyrirhugaður byggingarreitur B. Því er ekki hægt að fallast á þau rök að bygging á byggingarreit B komi til með að hafa neikvæð sjónræn áhrif á íbúðarhúsið á Bakka.“

Einn sveitarstjórnarmaður, sem býr að Bakka, vék af fundi undir þessum lið en hinir fjórir voru samhljóða í stuðningi sínum við afgreiðslu málsins.

DEILA