Ísafjarðarbær sýknaður

Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í gær Ísafjarðarbæ af kröfu Þorbjarnar Jóhannessonar vegna starfsloka hans. Þorbjörn krafðist þess að fá 66.290.480 krónur greiddar auk málskostnðar. Ísafjarðarbær krafðist aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara að þær verði lækkaðar. Þá krafðist hann málskostnaðar.

Þorbjörn var ráðinn sem yfirverkstjóri hjá stefnda með ákvörðun bæjarstjórnar 16. ágúst 1984. Formlegum ráðningarsamningi var komið á 1. febrúar 1994 og starfaði hann á grundvelli þess ráðningarsamnings til 31. ágúst 2020 sem yfirmaður eignasjóðs er starf hans var lagt niður.

Stefnandi, Þorbjörn, byggði á því að ákvörðun um niðurlagningu starfsinshafi verið ólögmæt.

HLH ráðgjöf lagði til með skýrslu í mars 2020 að að starf umhverfisfulltrúa yrði lagt niður og að störf yfirmanns eignasjóðs og umsjónarmanns Fasteigna Ísafjarðarbæjarehf. yrðu sameinuð. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á fundi bæjarráðs 30. mars 2020 og var Birgi Gunnarssyni bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Hinn 24. júní 2020 sendi Birgir stefnanda rafrænt fundarboð með efnisheitinu „Samningur um starfslok.“

Í tölvubréfi Birgis til bæjarfulltrúa stefnda 29. júní 2020 upplýsti hannum starfslok tveggja starfsmanna Ísafjarðarbæjar með niðurlagningu starfa, annars vegar yfirmanns eignasjóðs og hins vegar umhverfisfulltrúa. Í bréfinu lýsti hann því að stefnandi hefði lengi leitað eftir því að gerður yrði við hann samningur um starfslokog að þeirri ósk hefði ávallt fylgt beiðni um að yfirvinna yrði færð inn í grunnlaun til að tryggja honum hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum í framtíðinni. Stefnandi hefði komið til sín tveimur vikum fyrr og áréttað þetta og jafnframt að hann ætlaði sér ekki að vinna lengur en til 65 ára aldurs.

Stefnanda hafi verið tilkynnt um niðurlagningu á starfi hans og jafnframt að ekki væri hægt að koma til móts við þá kröfu að yfirvinna yrði færð inn í grunnlaun. Stefnandi ætti tólf mánaða biðlaunarétt og yrði 65 ára á þeim tíma. Um ástæðu þess að ekki hafi verið orðið við kröfu stefnanda kemur fram að sams konar beiðnum annarra hafi verið hafnað auk þess sem að slíkt hefði í för með sér mikla fjárhagslega skuldbindingu á sveitarfélagið inn í framtíðina.

Meðal þess sem stefnandi hélt fram var að bæjarstjóri hefði ekki haft vald til uppsagnarinnar þar sem starfið félli undir bæjarstjórn að taka ákvörðun um ráðningu og uppsögn. Héaðsdómurinn féllst ekki á það þar sem fram kæmi í bæjarmálasamþykkt að bæjarstjóri væri framkvæmdastjóri stefnda og æðsti yfirmaður starfsliðs þess og breytti engu þótt ráðningin hafi á sínum tíma verið með ákvörðun bæjarstjórnar.

Þá var Ísafjarðarbær sýknaður af kröfu um miskabætur. Málskostnaður var felldur niður.

Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir, settur dómstjóri,kvað upp dóminn.

3fram í bréfinuað samskonar beiðnum annarra hafiverið hafnað auk þess sem að slíkt hefði í för með sér mikla fjárhagslega skuldbindingu á sveitarfélagið inn í framtíðina.

DEILA