Ísafjarðarbær: heimsókn á næsta ári frá þýskum vinabæ

Skjaldarmerki Kaufering.

Bæjarstjóri og tengiliður bæjarins Kaufering Þýskalandi sem er í vinabæjarsamskiptum við Ísafjarðarbæ hefur haft samband og óskað eftir að fá að koma í heimsókn með nokkurra manna fylgdarliði, í 4-5 daga í lok maí/byrjun júní, fljótlega eftir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Í minnisblaði bæjarritara til bæjarráðs segir að ef taka á móti gestunum verði að gera ráð fyrir kostnaði vegna verkefnisins á fjárhagsáætlun næsta árs, s.s. vegna gestamóttöku, vinnu starfsmanna, ferða, og gjafa.

Kaufering er vinabær Ísafjarðarbæjar í Þýskalandi, frá árinu 2013. Kaufering er 10.000 manna sveitarfélag í suðvestur-hluta Bæjaralands í Þýskalandi, við rætur Alpanna um 60 kílómetrum fyrir vestan Munchen.

Kaufering stendur við ána Lech og þaðan er stutt til Frakklands, Ítalíu, Sviss og Austurríkis.

DEILA