Ísafjarðarbær: dregið úr framkvæmdum ársins um 660 m.kr.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að draga úr framkvæmdum ársin um 660 m.kr. og fer tillaga þess efnis til afgreiðslu á næsta fund bæjarstjórnar. Breyting á framkvæmdaáætlun er nettó kr. 0 þar sem lækkun tekna af sölu eigna er sama upphæð. Niðurstöðutalan er eftir sem áður 250 m.kr. útgjöld bæjarsjóðs.

Mestu munar um að tekjur af sölu íbúða í eigu Fastís lækka úr 650 m.kr. í 84 m.kr. eða um 566 m.kr. Á móti lækkar framkvæmdaliðurinn boltahús/gervigras úr 550 m.kr. í aðeins 5 m.kr.

Framkvæmdir við Sundabakka lækka úr 268 m.kr. í 206 m.kr. Vatnsveita, hækkun um 12 m.kr. á framkvæmdum. Fráveita, lækkun um 10 m.kr.

Sindragata: Áætlaður var söluhagnaður 75 m.kr. á árinu 2021 vegna óseldrar íbúða en hins vegar náðist að selja allar íbúðir á árinu 2020 og því engin sala á þessu ári og söluhagnaður því leiðréttur út.

Áætlað er að selja 2 lausar íbúðir á Hlíf ásamt fokheldum íbúðum á 4. hæð. Áætlað er að söluhagnaður af 2 lausum íbúðum verði um 30 m.kr. og af 4 hæð verði um 30 m.kr.

DEILA