Hafró vill upplýsingar um hafkyrju

Á vef Hafrannsóknastofnunar hafa verið birtar tvær myndir af grænþörungnum hafkyrju (Codium fragile).

Hafkyrja fannst fyrst hér við land 1974 í Hvalfirði en síðar einnig á Vatnsleysuströnd.

Eintakið sem myndin er af óx í polli ásamt þó nokkrum öðrum.

Spennandi væri að fylgjast betur með hvort hún er að auka útbreiðslu sína.

Myndir: Svanhildur Egilsdóttir

DEILA