Guðrún Arnardóttir Svíþjóðarmeistari í knattspyrnu

Ísfirðingurinn Guðrún Arnardóttir varð Svíþjóðarmeistari í knattspyrnu á dögunum með liði sínu Rosengård.

Guðrún er landsliðsmaður í knattspyrnu og er önnur ísfirska stúlkan til þess að ná þeim árangri. Stella Hjaltadóttir var á sínum tíma einnig í landsliðinu.

Guðrún hefur búið í Svíþjóð síðustu tvö árin. Hún lauk áður hagfræðinámi í Bandaríkjunum og stundar nú framhaldsnám meðfram atvinnumennsku í knattspyrnu.

Guðrún er dóttir Arnar Torfasonar og Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur.

Henni er óskað til hamingju með glæsilegan árangur.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!