Guðrún Arnardóttir Svíþjóðarmeistari í knattspyrnu

Ísfirðingurinn Guðrún Arnardóttir varð Svíþjóðarmeistari í knattspyrnu á dögunum með liði sínu Rosengård.

Guðrún er landsliðsmaður í knattspyrnu og er önnur ísfirska stúlkan til þess að ná þeim árangri. Stella Hjaltadóttir var á sínum tíma einnig í landsliðinu.

Guðrún hefur búið í Svíþjóð síðustu tvö árin. Hún lauk áður hagfræðinámi í Bandaríkjunum og stundar nú framhaldsnám meðfram atvinnumennsku í knattspyrnu.

Guðrún er dóttir Arnar Torfasonar og Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur.

Henni er óskað til hamingju með glæsilegan árangur.

DEILA