Grindhvalur á Súðavíkurhlíð

Grindhval hefur rekið upp á land í Súðavíkurhlíð við farveg 21 (rétt við merkið) á hlíðinni, rétt utan við grjóthrunsmerki Vegagerðarinnar.

Búið að gera viðeigandi stjórnvöldum og stofnunum viðvart og kemur í ljós hvað verður um hann. Gæti verið hluti af vöðunni sem rak upp í Trékyllisvík segir Bragi Thoroddsen, sveitarstjóri. Hræið er enn heillegt fyrir áhugasama, en hægt er að sjá hvalinn frá vegkantinum.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!