Full aflétting áformuð 18. nóvember

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Heilbrigðisráðherra kynnti áformaðar breytingar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Byggt er á minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra.

Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt.

Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi 20. október samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra.

Stefnt er að fullri afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember, með fyrirvara um að faraldurinn þróist ekki verulega á verri veg, svo sem vegna mikillar fjölgunar innlagna á spítala vegna COVID-19 sem heilbrigðiskerfið ræður ekki við. Áfram verði beitt sýnatöku, einangrun, smitrakningu og sóttkví en þessi atriði verði þó endurskoðuð í samráði við sóttvarnalækni.  

DEILA