Friðunarsvæði fiskeldis

Til verndunar villtum laxastofnum er eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum óheimilt á eftirtöldum svæðum við strendur landsins:

1.    Í Faxaflóa innan línu sem dregin er frá Garðskaga að Malarrifi á Snæfellsnesi.

2.    Í Breiðafirði innan línu sem dregin er frá Hellissandi að Látrabjargi.

3.    Í Húnaflóa og Skagafirði innan línu sem dregin er frá Geirólfsgnúp að Siglunesi.

4.    Við Skjálfanda innan línu sem dregin er frá Bjarnarfjalli að Tjörnesstá.

5.    Við Norðausturland innan línu sem dregin er frá Hraunhafnartanga að Fonti á Langanesi og frá Fonti að Glettinganesi.

DEILA