Fiskeldissjóður: 8 umsóknir af 11 frá Vestfjörðum synjað

Frá Vatneyrinni á Patreksfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust Fiskeldissjóði 14 umsóknir um styrk til uppbyggingar á þjónustu og innviðum frá sveitarfélöum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Sótt var samtals um 240 m.kr. V

Veittir voru 5 styrkir að fjárhæð 105 milljónir króna eins og greint hefur verið frá á Bæjarins besta. https://www.bb.is/2021/10/fiskeldissjodur-adeins-thridjungur-til-vestfjarda/

Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals 34 m.kr. og 2 styrkir til Austfjarða að fjárhæð 71 m.kr.

Synjað var 9 umsóknum, ar af voru 8 frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og ein frá Austfjörðum.

Frá Tálknafjarðarhreppi var synjað umsókn um endurbætur á hafnarsvæði á Tálknafirði.

Frá Vesturbyggð var synjað þremur umsóknum. Þær voru um gönguvænni Patreksfjörður (gangstéttagerð), Kolabryggjuna Patreksfirði (sjótengd útivist) og bæjarmynd Bíldudals.

Tvær umsóknir frá Bolungavíkurkaupstað hlutu ekki náð fyrir stjórn sjóðsins, sú fyrri um uppbyggingu á hafnarsvæði í Bolungarvík (Bryggjukrani) og sú seinni var um hraðhleðslustöð í Bolungarvík.

Tvær umsóknir bárust frá Strandabyggð, útisvið við Steinshús og til jarðhitarannsókna á Nauteyri. Hvorug fékk styrk.

Ein umsókn frá Múlaþingi fékk ekki styrk. Hún var styrk til deiliskipulags í Gleðivík, Djúpavogi.

DEILA