Útflutningur eldisafurða aldrei meiri en nú

Alls voru eldisafurðir fyrir 2.750 milljónir króna fluttar út í ágúst samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur birti um vöruskipti í mánuðinum.

Í ágúst í fyrra nam útflutningsverðmæti eldisafurða um 1.517 milljónum króna og því er aukning á milli ára um 81% í krónum talið.

Aukningin er nokkuð meiri á milli ára á föstu gengi, eða um 95%, þar sem gengi krónunnar var tæplega 8% sterkara nú í ágúst en í ágúst í fyrra.

Þar sem þetta eru fyrstu bráðabirgðatölur Hagstofunnar um vöruskipti í mánuðinum, er ekki hægt að sjá frekari sundurliðun fyrir einstaka tegundir.

Það eru þó afar góðar líkur á því að aukninguna megi rekja til eldislax líkt og undanfarin misseri.

Frekari sundurliðun á tölunum verður birt í lok þessa mánaðar.

Á fyrstu átta mánuðum árs­ins nam út­flutn­ings­verðmæti eldisaf­urða 24,4 millj­örðum króna sem er tæp­lega helm­ings­aukn­ing frá sama tíma­bili í fyrra er það nam 16,4 millj­örðum. 

DEILA