Lengudeildin: Vestri í 6. sæti

Áhorfendur nutu veðursins og leiksins í sumar þegar Þróttur Reykjavík var í heimsókn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Staða Vestra í Lengudeildinni er orðin ljós eftir leiki helgarinnar. Aðeins er eftir ein umferð en sum lið, þar á meðal Vestri, eiga eftir tvo leiki.

Vestri er í 6. sæti deildarinnar af 12 með 32 stig og mun verða þar þegar upp er staðið. Laugardaginn fyrir viku fékk Vestri Þór frá Aureyri í heimsókn og vann gestina örugglega 2:0 með mörkum frá Sabater og Warén.

Á laugardaginn sótti Vestri Fjölni heim í Grafarvoginn í Reykjavík. Vestramenn voru betra liðið á vellinum og fengu mörg færi, en skoruðu aðeins eitt mark. Fjölnir gerði sigurmarkið í 2:1 sigri á lokamínútum leiksins og hirtu öll 3 stigin.

Liðin sem fara upp í úrvalsdeildina eru Fram, sem vann deildina með yfirburðum og svo ÍBV. En lið Þróttar Reykjavík og Víkingur Ólafsvík falla í 2. deildina.

Í þeirra stað taka Þróttur Vogum og annaðhvort Knattspyrnufélag Vesturbæjar eða Völsungur Húsavík sæti í Lengjudeildinni.

DEILA