Leikur Vestra og Víkings verður á Meistaravöllum

Nú er orðið ljóst að undanúrslitaleikur Vestra og Víkings í Mjólkurbikar karla í fótbolta fer ekki fram á Ísafirði heldur verður leikið Meistaravöllum KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur.

Snjór hefur verið yfir Olísvellinum á Ísafirði undanfarið og ekki hægt að æfa né spila á honum.

Þrátt fyrir mikinn velvilja í samfélaginu, þar sem tugir manna og kvenna buðust til að koma með snjóblásara og reyna gera Olísvöllinn leikfæran fyrir laugardag, þá gerði veðrið og ástand vallarins það að verkum að ómögulegt verður að spila á honum.

Leikurinn mun því fara fram á KR vellinum í vesturbæ Reykjavíkur á laugardag kl. 14:30 og munu stuðningsmenn Vestra hittast á Rauða ljóninu fyrir leik.

DEILA