Kerecis: nýr gæðastjóri og framleiðslustjóri

Guðbjörg Þrastardóttir hefur verið ráðin framleiðslustjóri Kerecis og mun stjórna allri framleiðslustarfssemi Kerecis á Ísafirði. Guðbjörg, sem er sálfræðimenntuð, hóf störf hjá Kerecis árið 2019 og starfaði sem gæðaeftirlitsstjóri hjá Kerecis  áður en hún tók við núverandi starfi. Guðbjörg tekur við starfinu af Brian Thomas sem látið hefur af störfum hjá Kerecis.

Guðbjörg Þrastardóttir.



Heiða Jónsdóttir hefur verið ráðin gæðastjóri Kerecis á Ísafirði. Heiða starfaði áður hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru og er menntaður iðnaðarverkfræðingur. Heiða tekur við starfi Ástu Sverrisdóttur sem tekið hefur við nýju starfi hjá Kerecis í Reykjavík í skráningardeild.

Heiða Jónsdóttir.


DEILA