Kampi: Ísafjarðarbær samþykkir nauðasamning

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt nauðasamning fyrir rækjuverksmiðjuna Kampa með þeim skilyrðum sem kynntir hafa verið. Var bæjarstjóra falið að mæta til kröfuhafafundar og samþykkja samninginn.

Lagt var fyrir bæjarráðið yfirlit skulda Kampa hf. við sveitarfélagið.

Nauðasamningurinn hefur ekki verið birtur og því ekki ljóst hve mikið að skuldunum fást greiddar.