Ísafjarðarbær: nýtt skipurit

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu að nýju skipuriti fyrir bæinn og fer það til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Upplýsingafulltrúi bæjarins segir að í nýju skipuriti sé skýrt út hvaða stöður og stofnanir heyra undir hvert svið í stað þess að telja upp hvaða þjónusta tilheyri viðkomandi sviðinu.

Þá heyrir mannauðsstjóri beint undir bæjarstjóra í stað þess að vera undir stjórnsýslu- og fjármálasviði eins og nú er.