Ísafjarðarbær: hver er staðan á fjölnota íþróttahúsi?

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar hefur borist eftirfarandi fyrirspurn frá Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, formanni íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi byggingu á fjölnota knattspyrnuhúsi:

„Stærsta kosningamál allra flokka í sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ árið 2018 var að bæta aðstöðumál knattspyrnuiðkenda og færa þau til nútímans. Lítið heyrist af þessu máli í dag og mætti halda að um stórt leyndarmál væri að ræða.
Knattspyrnufólk á Ísafirði og nágrenni er orðið langþreytt á aðstöðuleysi knattspyrnufélaga á svæðinu. Vetraraðstaða knattspyrnufólks á svæðinu er eins og best var árið 1990. Það er mikil og góð vinna sem fer fram hjá knattspyrnufélögum í sveitarfélaginu eins og í öðrum íþróttafélögum á svæðinu. Lítið heyrist frá Ísafjarðarbæ hver staðan er í þessum aðstöðumálum, þ.e byggingu fjölnota íþróttahúss.
Hver er staðan á þessum málum í dag? Hvernig sér Ísafjarðarbær framhaldið á þessu máli? „

Íþrótta- og tómstundanefnd fól starfsmanni nefndarinnar að afla upplýsinga um málið.

DEILA