Hætt við 100% hækkun vanrækslugjalds

Horfið hefur verið frá 100% hækkun vanrækslugjalds vegna skoðunar ökutækja sem tæki gildi ef ekki hefði verið brugðist við innan tveggja mánaða frá álagningu. Sýslumannsembættið a Vestfjörðum annast innheimtuna.

Sagt var frá hækkuninni á bb.is í lok ágúst.

Samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja  sem tók gildi 1. maí sl. hækkaði vanrækslugjaldið úr 15.000 kr. í 20.000 kr. vegna allra flokka ökutækja en í 40.000 kr. vegna fólksflutningsbíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna yfir 3,5 tonn. Sú nýlunda var í reglugerðinni að hefði ökutækið ekki verið fært til skoðunar eða skráð úr umferð innan tveggja mánaða frá álagningu myndi gjaldið hækka um 100%.

En önnur reglugerð var sett í fyrradag afturkallaði hækkunina um 100%. Því mun grunnfjárhæð gjaldsins haldast óbreytt eftir þessa tvo mánuði og verða sem áður segir 20.000 kr. vegna allra ökutækja annarra en þeirra sem sérstaklega eru talin hér að framan en vegna þeirra verður hún 40.000 kr.

DEILA