Flateyri: Suðurverk bauð lægst í snjóflóðavarnir

Suðurverk bauð lægst í víkkun snjóflóðarása á Flateyri sem Framkvæmdasýslan bauð út, en tilboð voru opnuð síðasta fimmtudag. Tilboð Suðurverks var 112,5 m.kr.

Tvö önnur tilboð bárust, annað frá Búaðstoð 256,2 m.kr. og hitt frá Kubbi 327,8 m.kr.

Kostnaðaráærlun var 162,4 m.kr.

Framkvæmdaýslan lagði til að samið yrði við Suðurverk enda hafi athugun á fjárhagsstöðu fyrirtækisins ekki mælt gegn því að samið yrði við það. Tilboð Suðurverks er 30% undir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur fallist á tillögu Framkvæmdasýslunnar.

DEILA