Bergþór Ólason fær jöfnunarsætið

Endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi leiddi í ljós að Bergþór Ólason fær jöfnunarþingsæti kjördæmisins í stað Guðmundar Gunnarssonar.

Nokkur atkvæði færðust frá Viðreisn til Sjálfstæðisflokksins og við það missti Guðmundur sætið til Guðbrands Einarssonar, Viðreisn í Suðurkjördæmi. Það fellur í hlut Miðflokksins að fá sætið og efsti maður listans Bergþór Ólason endar því inn á þing.