Arnarnes

Arnarnesviti

Arnarnes gengur fram milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar, suður úr Ísafjarðardjúpi. Upp frá því er mynni Arnardals. Fjallið Ernir er yzti hluti Kirkjubólsfjalls vestan hans en Hömlur að austanverðu.

Bæjarþyrpingin í mynni Arnardals heitir Neðri-Arnardalur. Eyðibýlið Fremri-Arnardalur er innar í dalnum. Þar fæddist og ólst upp Hannibal Valdimarsson (13/1 1903-1/9 1991). Hann var m.a. forseti ASÍ og ráðherra.

Fóstbræðrasaga segir frá heimsókn Þormóðs Bersasonar á bænum Neðri-Arnardal, þar sem Kolbrún var heimasæta. Hún varð nafngjafi hans: „Kolbrúnarskáld”.

Fyrstu veggöng, 30 m löng, voru gerð í gegnum Arnardalshamar 1948.

Hin geysifjölmenna Arnardalsætt er kennd við þennan dal. Ari Gíslason og Valdimar Björn Valdimarsson gerðu henni ítarleg skil í stóru verki 1959-1968.

Af vefsíðunni Íslenski ferðavefurinn

DEILA