Viltu fræðast um sveppi ?

Ef þú vilt fræðast um sveppi er Fræðslumiðstöð Vestfjarða með námskeið fyrir þig.

Þetta námskeiðið hentar öllum sem vilja fræðast um sveppi sem finna má í nærumhverfinu og henta í matargerð.

Farið verður út í skóglendi til að skoða, greina og tína sveppi. Kennt verður að hreinsa sveppi og fjallað um helstu geymsluaðferðir.

Mæting er við brúna yfir Buná í Tunguskógi. Þátttakendur þurfa að taka með sér körfu/ílát til að tína í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.

Leiðbeinandi er Anna Lóa Guðmundsdóttir.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!