Umframafli á strandveiðum rúm 163 tonn

Á strandveiðum mátti hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð.

Alls var landað 163.438 kg. í þíg. talið af umframafla. Það voru 550 skip af 672 sem héldu til veiða sem lönduðu umfram leyfilegt magn.

Ingibjörg SH 174 var með mestan umframala 2,200 kg í öðru sæti Arnar ÁR 55 með 1,906 kg og sá þriðji var Doddi SH 223 með 1,694 kg. Samtals 17 bátar lönduð meira en einu tonni umfram heimildir. Mestur umframafli í veiðiferð var 485 kg.

Rúmum 95 tonnum af umfram aflanum var landað á veiðisvæði A en 15 – 27 tonnum á öðrum svæðum.