Sátt náðist í eineltismáli á Ísafirði

Sif Huld Albertsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Sjótækni.

Sátt hefur náðst í eineltismáli sem Sif Huld Albertsdóttir átti í við Ísafjarðarbæ.

Sif greinir frá þessu á facebook síðu sinni og segir að eftir langa og erfiða baráttu við Ísafjarðarbæ vegna eineltis sem ég varð fyrir í starfi mínu sem framkvæmdastjóri BsVest hefur náðst sátt í málinu.

Hún segir að enginn sé sigurvegari í þessu máli sem hafi reynst henni mjög erfitt og að „nú er tími til að horfa fram á við, ég er ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó svo að margt sé hægt að gera betur og læra má af mistökum. Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“

DEILA