SalMar kaupir ekki Norway Royal Salmon

Helge Gåsö. Mynd: Steve Hernes.

Tilraun SalMar til þess að kaupa meirihluta í Norway Royal Salmon, NRS,  hefur runnið út í sandinn. Fyrir vikið verður ekki af áformum um sameiningu Arnarlax og Arctic Fish á Vestfjörðum.

SalMar sem á meirihluta í Arnarlax hafði blandað sér í baráttuna um ráðandi hlut í fyrirtækinu Norway Royal Salmon, sem er meirihlutaeigandi í Arctic Fish.  Það var þriðja norska laxeldisfyrirtækið NTS sem hafði gert eigendum NRS tilboð og SalMar bauð betur og freistaði þess að komast yfir NRS.

Keppni þessara tveggja fyrirtækja lauk með því að NTS hafði betur og því verða Arnarlax og Arctic Fish áfram í ráðandi eigu tveggja óskyldra norskra eldisfyrirtækja. Hugmyndir um sameiningu Arnarlax og Arctic Fish eru því væntanlega úr sögunni, í bili alla vega.

Stærsti eigandi í NTS með 39% hlut er Helge Gåsö.

DEILA