Ólafsdalshátíðinni aflýst

Ólafsdalshátíðinni sem vera átti í þrettánda sinn laugardaginn 14. ágúst hefur nú verið aflýst vegna Covid fjöldatakmarkana.

Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undanförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var eitt fyrir þremur árum.

Fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands eru nú við rannsóknir á minjasvæðinu, undir forystu Hildar Gestsdóttur, þar sem landnámsskáli og aðrar fornar byggingar fundust árið 2017.

Áfram verður opið í Ólafsdal kl. 12-17 alla daga fram til 15. ágúst og geta gestir gengið um svæðið og skoðað sig um.

DEILA