Nú verða börnin bólusett

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ákveðið að bjóða upp á bólusetningar barna á aldrinum 12-15 ára.

Dagana 24. og 31. ágúst verður boðið upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 12 – 15 ára á norðanverðum Vestfjörðum.

Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech. og verður bólusett í matsal Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði.

Foreldrar/forráðamenn fá boð um bólusetningu í gegnum Mentor. Foreldrar/forráðamenn sem þiggja bólusetningu fyrir börn þurfa að fylgja barni í bólusetningu eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð (börn í sömu fjölskyldu geta mætt saman). Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning seinna í haust.

24. ágúst

Kl. 10:00 Suðureyri og Þingeyri árgangar 2006, 2007 og 2008

Kl. 10:30 Bolungarvík árgangur 2006 og börn fædd í jan – júní 2007

Kl. 11:00 Bolungarvík börn fædd í júlí – desember 2007 og árgangur 2008

Kl. 11:30 Flateyri og Súðavík árgangar 2006, 2007 og 2008

Kl. 13:00 Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd janúar – júní

Kl. 13:30 Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd júlí – desember

Kl 14:00 Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd janúar – júní

Kl. 14:30 Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd júlí – desember

Kl. 15:00 Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd janúar – júní

Kl.15:30 Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd júlí – desember

31. ágúst

Kl. 10:00 Ísafjörður börn fædd fyrir 1. september 2009

Kl. 10:30 Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri, börn fædd fyrir 1. september 2009

Upplýsingar um suðursvæði Vestfjarða koma fyrir lok vikunnar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!