KK heimsækir Vesturbyggð

KK heimsækir nú Vesturbyggð og nærsveitunga og verður með tónleika á FLAK.

Í tilkynningu frá FLAK segir: Að sjálfsögðu FRÍTT inn og í boði Vestra ehf í þetta skiptið!

Kristján Kristjánsson er fæddur í Bandaríkjunum og fluttist til Íslands tíu ára gamall með fjölskyldu sinni. Hann fór til Svíþjóðar 1977 og lagði stund á tónlistarnám í fjögur ár, ferðaðist um Evrópu og spilaði á götum úti og flutti loks aftur heim árið 1990.

Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, verið kosinn blúsmaður ársins, samið þjóðhátíðarlag fyrir Vestmanneyinga og svo mætti lengi telja.

Eins hefur rithöfundurinn Einar Kárason skráð sögu hans sem ber hið skemmtilega og lýsandi nafn “Þangað sem vindurinn blæs”.

DEILA