Kennarar í starfsþróun

Rúmlega 920 kennarar af öllum skólastigum og -gerðum hafa skráð sig á starfsþróunarnámskeið á vegum Menntafléttunnar næsta vetur og hefur aðsóknin farið fram úr björtustu vonum.

Menntafléttan er samstarfsverkefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Kennarasamband Íslands. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir verkefnið og nemur heildarframlag til þess alls 131 milljónum kr.

Fjölbreytt námskeið eru í boði fyrir fyrir kennara, starfsfólk og stjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum, listaskólum og frístundastarfi.
Námskeiðin eru gjaldfrjáls og einnig haldin í fjarnámi og henta því þátttakendum um allt land.

Á námskeiðunum er byggt á niðurstöðum rannsókna um stöðu nemenda í íslensku menntakerfi.
Þau byggja á hugmyndafræði lærdómssamfélagsins þar sem starfsþróun er samofin daglegu starfi og þátttakendur læra markvisst hver af öðrum.
Námskeiðin eru sett þannig upp að þau sé hægt að sækja og sinna með fullri vinnu.

DEILA