Ísafjörður: rómantískar nætur á sunnudaginn

Ari Ólafsson.

Á sunnudaginn halda þeir Ari Ólafsson, tenór og Pétur Ernir Svavarsson, píanóleikari tónleika í Ísafjarðarkirkju kl 20 sem bera yfirskriftina Rómantískar nætur.

Þeir hafa áður lagt land undir fót og haldið saman tónleika. Í hittifyrra fóru þeir um allt land  og aftur síðastliðið haust við góðar undirtektir.

Ari er í söngnámi við Royal Academy of music í London og Pétur Ernir stundar nám við Listaháskóla Íslands bæði við söng og píanóleik. Að auki tekur Pétur hljómsveitarstjórnun sem aukafag. Hann stefnir að því að útskrifast næsta vor.

Báðir eru þeir kornungir, Ari fæddur 1998 og Pétur tveimur árum yngri.

Pétur, sem er einnig tenórsöngvari, annast undirleikinn á tónleikunum á sunnudaginn. Hann segir að flutt verði blanda af söngleikjalögum, óperíuaríum og ljóðasöng í rómantískum stíl. Verkin eru eftir erlenda höfunda frá ýmsum þjóðlöndum sem sést á því að Ari Ólafsson syngur á fimm tungumálum, á spænsku, þýsku, ítölsku, frönsku, ensku og rússnesku.

Hér er einstakt tækifæri fyrir Vestfirðinga til þess að hlýða á tvo af efnilegustu listamönnum landsins af ungu kynslóðinni.

Pétur Ernir.

 

DEILA