Ísafjörður: hafnar erindi um háskólanemendur í gáma

Sótt hfur verið um stöðuleyfi við Neðstafjöru í Suðurtanga undir íbúðargáma. Svæðið er skilgreint í dag sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi. Fylgiskjöl eru sem sýnir afstöðu, snið og grunnmynd, sem barst með umsókn 21. júní 2021 og minnisblað Tæknideildar frá 22. júní 2021 ásamt gildandi deiliskipulagi svæðisins frá 2014.

Til vara er svæði Í5 á uppfyllingu við slökkvistöð. Gámahúsin eiga að hýsa háskólanemendur næsta vetur vegna húsnæðiseklu. Svæði Í5 er elsti hverfiskjarni Ísafjarðar, frá Skipagötu/ hafnarsvæði að Sólgötu / Kirkjugarði. Á því svæði er Slökkvistöðin í Fjarðarstræti en fyrirhugað er að hún flytji inn í Fjörð og svæðið verður skilgreint sem íbúðarsvæði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hafnaði erindinu þar sem hugmynd um gámabyggð samræmist ekki skipulagsforsendum.

 

DEILA