Ísafjarðarbær: rætt um hlutverk hverfisráða

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að rætt verði skipulega um hlutverk og markmið hverfisráða og meta hvort núverandi fyrirkomulag sé til þess fallið að ná þeim markmiðum. Jafnframt að leita leiða til úrbóta.

Hlutverk hverfisráða Ísafjarðarbæjar er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á
nærumhverfi sitt. Sex hverfisráð eru starfandi.
• Eyri og efri bæ í Skutulsfirði
• Flateyri
• Hnífsdal
• Holta-, Tungu- og Seljalandshverfi
• Suðureyri
• Þingeyri

Það eru fulltrúar í hverfisráðum sem hafa óskað eftir endurskoðun á fyrirkomulagi hverfisráða með það að markmiðið að hlutverk og markmið þeirra verði skýrari og verklag skilvirkara.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir aðstoð RR ráðgjafar við það verkefni.

Ætlunin er að haldnar verði þrjár vinnustofur um þetta verkefni.

Í vinnustofu I verði  aðal- og varamenn í bæjarstjórn, bæjarstjóri og bæjarritari.

Næsta vinnustofa verði með aðal-og varamönnum í hverfisráðum og eftir atvikum
starfsmenn hverfisráða.

Loks verði sameiginleg vinnustofa með þeim sem tóku þátt í fyrri tveimur vinnustofunum.

Í framhaldinu tekur bæjarstjórn ákvörðun um það hvort gerðar verði breytingar á fyrirkomulagi hverfisráða.