Hesteyri : 45 í sóttkví

Læknishúsið á Hesteyri. Mynd: Bæjarins besta.

Um 45 manns eru í sóttkví á Vestfjörðum vegna smits sem kom upp á Hesteyri á dögunum. Alls eru 16 smitaðir með lögheimili í fjórðungnum. Þar af eru 15 á norðanverðum Vestfjörðum og einn á sunnanverðum Vestfjörðum. Í sóttkví eru 72.

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segist vera kvíðinn vegna þess hversu mörg smitin eru og ekki síst vegna þess að ekki hefur reynst unnt að tengja tvö af smitunum við hin.

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Mynd: Hafþór Gunnarsson.

Aðspurð um aðbúnað á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða til þess að taka við smituðum einstaklingum segir Súsanna að reglan sé að flytja alla smitaða til Landsspítalans eða Sjúkrahúss Akureyrar. Hins vegar sé tilbúið herbergi á Ísafirði i húsakynnum HVEST þar sem hægt er að vista smitaða um tíma, þangað til unnt er að flytja þá ef eitthvað hamlar flutningum. Komi upp þær aðstæður að fleiri smitaðir komi samtímis er fljótlegt að koma upp öðru sambærilegu herbergi.

Tjöruhúsið var lokað á þriðjudaginn vegna sóttkvíar starfsmanna. Sýnin reyndust öll neikvæð og opnaði staðurinn aftur á miðvikudagskvöldið.

DEILA