Hagkaup: veljum lax bæði úr sjókvíaeldi og landeldi

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa segir að fyrirtækið selji lax úr sjókvíaeldi en vilji að fram komi hvort varan sé úr landeldi eða sjókvíaeldi. Það sé viðskiptavinarins að velja.

Hins vegar geti komið til þess síðar að Hagkaup velji á milli.

 

„Við erum í auknu mæli að óska eftir því við okkar birgja að tekið sé fram á umbúðum hvort um sé að ræða land eða sjó eldi.  Við viljum gefa okkar viðskiptavinum sem bestar upplýsingar til að taka upplýsta ákvörðun.  Eins og staðan er í dag erum við því ekki að taka þessa ákvörðun fyrir hann og teljum það ekki réttu leiðina.  Fyrsta skrefið okkar í þessum umræðum sem verða sífellt háværari eru því betri merkingar.“

 

„Það er hinsvegar ljóst að ef það kemur í ljós á næstu árum að önnur hvor leiðin verður áberandi sterkari en hin þá gæti komið upp sú staða að við séum að velja aðra hvora leiðina til að einfalda aðfangakeðjuna til okkar.  Það mun framtíðin leiða í ljós.“

Af þessu er ljóst að Hagkaup, líkt og Krónan,  eru ekki meðal þeirra stórverslana sem Arndís Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í Icelandic Wildlife Fund, heldur fram í aðsendri grein á visir.is í síðustu viku, að selji ekki lax sem alinn er í sjókvíaeldi heldur einvörðungu lax úr landeldi.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA