Grettir sterki – harmleikur í textíl

Frá 2016 til 2019 saumaði Gudrun Kloes 10 myndteppi í ásaumstækni (ekki refill!!), sem túlka hennar sýn á söguna um Gretti. Myndteppin eru notuð sem bakgrunnur þegar sagan er túlkuð. Stök teppi segja sögu Grettis, önnur miðla upplýsingum um sögutímabilið, eins og siglingar eða vopn þess tíma.

Sagnaþulurinn sjálfur, sem er einnig hönnuður og skraddari teppanna, Gudrun Kloes, hefur verið búsett á Íslandi í tæplega 40 ár og býr nú á Laugabakka í MIðfirði.

.
Myndteppin hanga á þar til gerðum standi eins og þvottur á snúru. Á nokkrum stöðum sýningar eru notaðir leikmuni til að undirstrika eða útskýra ákveðin atriði frásagnar.

Sýningin verður í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal á morgun, fimmtudag kl. 20:00
Í lok sýningar gefst áhorfendum svigrúm til að spyrja spurninga eða bæta við athugasemdum.

DEILA