Framhaldsrannsókn á þróun hafnarsvæðis á Ísafirði

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt framlengingu á samningi við Majid Eskafi um framhaldsrannsóknir á þróun hafnarsvæðis í fjórum höfnun í Ísafjarðarbæ.

Verkefnið hófst 2017 sem doktorsverkefni Eskafi við Háskóla Íslands og hefur það fengið styrk frá Háskóla Íslands og Vegagerðinni. Þetta er lokaáfangi verkefnisins og lýkur honum 2024. Það nær til allra hafn sveitrfélagsins, Ísafjarðarhafnar, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar.

Greining á þróun flutninga, sjávarútvegs- og fiskeldis er mikilvæg til þess að uppbygging hafnana verði sem best í samræmi við þarfir á hverjum tíma. Ómarkviss uppbygging getur haft alvarlegar afleiðingar, langan tíma getur tekið að leiðrétta ragar ákvarðanir og það verið kostnaðarsamt.

Majid Eskafi lýsir verkefninu svona:

„Verkefni mitt, sem kallast á ensku Adaptive Port Planning eða APP miðar að því að skipuleggja hafnir þannig að þær séu nógu sveigjanlegar til að mæta hverjum þeim kröfum sem settar eru á hverjum tíma. Þetta skipulag sem ég er að hanna er ekki hugsað til nokkurra ára heldur til framtíðar og þannig að næstu kynslóðir geti auðveldlega breytt, uppfært og aðlagað hafnirnar til að mæta þeirri eftirspurn sem er á hverjum tíma.“

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!