Færanleg matvælastarfsemi

Færanleg matvælastarfsemi er aflokaður vagn eða bifreið með sölulúgu þar sem seld eru matvæli sem framleidd eru af rekstraraðila eða öðrum, hvort sem matvælin eru framleidd í vagninum eða í annarri starfsstöð.

Matvælastofnun hefur nú gefið út leiðbeiningar um færanlega matvælastarfsemi en margvíslegar kröfur eru gerðar til búnaðar fara þær eftir umfangi starfseminnar. Kröfurnar eru því meiri, því áhættumeiri sem matvælin eða vinnslan er.

Sækja þarf um starfsleyfi þar sem lögheimili fyrirtækisins er. Heilbrigðisfulltrúa á því svæði sem starfsemin fer fram hverju sinni er heimilt að hafa eftirlit ef tilefni er til. Skila skal skýrslu til útgefanda starfsleyfis ef slíkt eftirlit fer fram. Einungis er gefið út eitt starfsleyfi og ekki er heimilt að færa starfsleyfi á milli matsöluvagna.

Kröfur um búnað geta náð til eftirfarandi atriða (listinn er ekki tæmandi).
• Vagninn skal alltaf vera í góðu standi og meindýraheldur
• Rýmið þarf að vera nægilega stórt til að koma megi í veg fyrir krossmengun
• Innréttingar, búnað og áhöld skal vera auðvelt að þrífa
• Lýsing skal vera nægjanleg til að hægt sé að hafa eftirlit með þrifum og skaðvöldum
• Ljós skulu búin ljósahlífum
• Flugnabani (flugnaljós) skal vera til staða

DEILA