Dalbær: Kaldalónstónleikar vel sóttir

Hallveig Rúnarsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir. Myndir: aðsendar.

Um verslunarmannahelgina voru Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Voru tónleikarnir vel sóttir og var flytjendum vel fagnað. Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Dúllurnar fluttu tónlist, Pálmi Gestsson las kvæði eftir Jón Hallfreð Engilbertsson og Gunnlaugur A. Jónsson og Sigvaldi Snær Kaldalóns fluttu ávörp. Snjáfjallasetur stóð að viðburðinum í samstarfi við Minningarsjóð Sigvalda Kaldalóns.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðina. 

Pálmi Gestsson.

DEILA