Blábankinn: Startup Westfjords 2021

Nýsköpunarhemill Blábankans á Þingeyri, Startup Westfjords, verður haldinn dagana 5.-12. september. 

Í kynningu á nýsköpunarhemlinum segir:

„Startup Westfjords er vinnustofa fyrir einstaklinga og/eða teymi sem vinna að nýsköpun. Startup Westfjords er ekki nýsköpunarhraðall heldur „hemill“ sem miðar að frumkvöðlum sem vilja þróa verkefni sín í streitufríu, afslöppuðu og hvetjandi umhverfi. Hemillinn tengir þátttakendur við reynda leiðbeinendur og veitir rými til að vinna, hugsa og einbeita sér langt frá hröðum takti hversdagsins. Innifalið í vinnustofunni er gisting, matur og vinnuaðstaða.“

Ásamt því að þróa hugmyndir sínar áfram, leggur Startup Westfjords áherslu á að þátttakendur gefi sér tíma í að tengjast náttúrunni og sjálfu sér. Á Þingeyri eru endalaus tækifæri fyrir útivist, sjóböð og að vinna með höndunum.

„Þema Startup Westjfords í ár er framtíðarlifnaðarhættir. Í dag stöndum við frammi fyrir áhrifaþáttum eins og aukinni tækniþróun, fólksfjölgun og loftlagsvá sem munu móta lifnaðarhætti okkar Slíkir þættir bjóða upp á margskonar áskoranir og því mikilvægt að horfa til langtímamarkmiða og jafnvel endurhugsa viðtekin gildi og viðmið. Þessi viðfangsefni verða skoðuð vel og vandlega í vikulangri vinnustofu á fallegu Þingeyri á Vestfjörðum.“

Leitað er að fjölbreyttum og skapandi hugmyndum tengdum lifnaðarháttum með framtíðarsýn að leiðarljósi. Allir sem vinna að nýsköpun á einhvern hátt eru hvattir til að sækja um.

www.blabankinn.is.

https://www.blabankinn.is/verkefni

https://www.blabankinn.is/frettir/nskpunarhemill

DEILA