120 ár frá bruna Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka þann 6. ágúst 1901

Hans Ellefsen frá Stokke í Vestfold í Noregi og fylgdarlið komu til Sólbakka í Önundarfirði þann 5. apríl 1889 til uppsetningar hvalveiðistöðvar og útgerðar til hvalveiða frá Önundarfirði.

Strax var hafist handa við uppsetningu stöðvarinnar og annarar aðstöðu á Sólbakka. Á næstu árum var risin þar framleislumesta hvalveiðistöð fyrr og síðar í Norðurhöfum og var Sólbakka-stöðin stærsta atvinnufyrurtækið á Íslandi á sinni tíð með allt að 200 manns við störf.

Fyrsti hvalurinn kom síðan á land þann 24. apríl 1889 og stóðu veiðarnar og vinnslan til 6. ágúst 1901 að stöðin brann.Nánast öll verksmiðjuhúsið að Sólbakka brunnu en; vélaverkstæði, slippur og öll íbúðarhúsin uppi á bakkanum sluppu. Þar á meðal hið veglaga íbúðarhús Hans Ellefsen sem nú er Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu 32 í Reykjvík. Ellefsen gaf vini sínum Hannesi Hafstein húsið er hann varð fyrsti ráðherra Íslands. Húsið var tekið niður á Sólbakka og reist að nýju í Reykjavík árið 1906.

 Ellefsen hafði reist aðra hvalveiðistöð að Asknesi í Mjóafirði eystra og eftir brunann á Sólbakka starfrækti hann bara stöðin á Asknesi en Sólbakki var næstu árin selstöð starfseminnar í Mjóafirði.

Stöðin á Sólbakka átti 17.3% af allri framleiðslu hvalaafurða á Íslandi á tímabilinu 1883-1915 og stöðin á Asknesi kom næst með 15.0% þannig að stöðvar Ellefsen áttu um þriðjung alls á landinu þetta tímabili.

. ,
Ráðherrabústaðurinn að Tjarnargötu 32 í Reykjavík.Húsið stóð áður að Sólbakka við Önundarfjörð sem íbúðarhús Hans Ellefsen hvalfangara.

Skráð af Menningar-Bakki.