Vesturbyggð veitir framkvæmdaleyfi fyrir 2 km viðbót

Dynjandisheiði. Júní 2021. Mynd: Vegagerðin.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt erindi Vegagerðarinnar frá 28. júní 2021 þar sem sótt er um viðbót við framkvæmdaleyfi sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. ágúst 2020. Um er að ræða framlengingu á núverandi framkvæmd upp fyrir Norðdalsá á Dynjandisheiði frá stöð 9.450 að stöð 10.900 á Vestfjarðavegi. Einnig þarf að breyta vegi við gatnamót Bíldudalsvegar á um 600 metra kafla.  Samtals er því um 2 km viðbót við vegagerðina á vestanverðri Dynjandisheiðinni þetta árið.

Samhliða áréttaði bæjarráðið mikilvægi þess að ekki verði tafir á vegagerð um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg og vísaði í bókun sveitarfélaganna á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjarða ásamt Vestfjarðastofu þar um sem greint hefur verið frá á Bæjarins besta.

DEILA