Vestri leikur við Fjölni á morgun á Ísafirði

Karlalið Vestra í knattspyrnu tekur á móti Fjölni frá Grafarvogi á Olísvellinum á Ísafirði á morgun kl 14. Er þetta fyrsti leikurinn í 10. umferð Lengjudeildarinnar.

Liðin eru um miðja deild, Fjölnir í 5. sæti með 14 stig og Vestri í 6. sæti með 13 stig.

Á fimmtudaginn fór Vestri til Akureyrar og lék við Þór. Leiknum lauk með jafntefli 1:1. Mark Vestra gerði nýi lánsmáðurinn frá Breiðablik Benedikt V. Waren með góðu einstaklingsframtaki. Vestri var betra liðið í leiknum en Þórsurum tókst að jafna leikinn rétt fyrir leikslok.

Hörður getur komist á toppinn

Hörður á Ísafirði sem leikur í 4. deild C riðli leggur land undir fót í dag og leikur í vesturbæ Reykjavíkur við liðið KM og hefst leikurinn kl 13. Hörður er í þriðja sæti í sínum riðli með 16 stig eftir 7 leiki. Leikurinn í dag er síðasti leikur í 8. umferð riðilsins og getur Hörður með sigri komist á toppinn.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!