Vestfjarðarvíkingurinn 2021

Aflraunakeppnin Vestfjarðarvíkingurinn 2021 fer fram um helgina. Keppt er í hefðbundnum aflraunagreinum Víkingsins s.s. kútakasti, uxagöngu, og réttstöðulyftu. 

Að þessu sinni hefst keppnin í dag í Árneshreppi og á morgun verður keppt í Djúpuvík, Heydal og Súðavík. Keppninni lýkur svo á sunnudag á Þingeyri.

Keppnin er stærsta og virtasta aflrauna keppni Íslands er nú haldin í 29 skipti og eru 12 sterkustu menn Íslands skráðir til keppni.

Sigurvegari Vestfjarðavíkingur 2021 mun fá Samsung Galaxy 21s Ultra farsíma í verðlaun og allir keppendur og aðstoða menn munu fá Samsung Galaxy Air Buds+

DEILA