Vestfirðir: íbúum fjölgar um 0,7%

Bíldudalur. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Íbúum með lögheimili á Vestfjörðum hefur fjölgað um 0,7% frá 1. desember 2020 til 1. júlí 2021. Íbúar eru nú 7.152 en voru 7.099 fyrir sjö mánuðum.

Fjölgunin á Vestfjörðum síðustu sjö mánuði er sú sama og á landinu í heild 0,7%. Á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og á Vestfjörðum er fjölgunin 0,7%. Á Suðurnesjum er fjölgunin meiri eða 0,9% , Á Suðurlandi 1,0% og mest á Austurlandi 1,1%. Fjölgunin á Norðurlandi er undir landsmeðaltalinu, á Norðurlandi eystra var fjölgunin 0,6% og á Norðurlandi vestra stóð íbúafjöldinn í stað.

Að frátöldum mjög fámennum sveitarfélögum þar sem litlar breytingar á íbúafjölda valda háum prósentubreytingum varð mest fjölgun tveimur sveitarfélögum í Eyjafirði, Hörgársveit 7,1% og Svalbarðsstrandarhreppi 6,0%. Þá kemur Sveitarfélagið Ölfus næstur með 4,0% fjölgun og Vesturbyggð með 3,5%.

Á Vestfjörðum fjölgaði um 53 íbúa á þessu sjö mánaða tímabili. Fjölgunin var 37 manns í Vesturbyggð og 32 í Ísafjarðarbæ. Mest varð fækkun í Tálknafjarðarhreppi um 10 manns.

íbúafjöld 1.7. 2021.

DEILA